Nýjast á Local Suðurnes

Leita manns sem er talinn hafa fallið ofan í sprungu

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út, ásamt lögreglu og slökkviliði og eru nú að störfum í Grindavík eftir að tilkynning barst um að maður hefði fallið ofaní sprungu í bænum.

Frá þessu er greint á vef RÚV, en þar kemur fram að frekari upplýsingar liggi ekki fyrir.

Uppfært klukkan 12.00:

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir við fréttastofu Vísis að leit sé í gangi. Maðurinn hafi verið að störfum við að fylla upp í sprungu en Úlfar veit þó ekki til þess að nokkur hafi séð manninn falla ofan í sprunguna. Grunur hafi samt vaknað um slysið og lögregla, slökkvilið og björgunarseitir kallaðar út á ellefta tímanum. Úlfar segir ekki tímabært að veita frekari upplýsingar að svo stöddu