Nýjast á Local Suðurnes

Flestir starfsmenn USi hafa undirgengist heilsufarsskoðun

Vinnueftirlitið fór fram á að United Silicon í Helguvík léti kanna heilsufar starfsmanna sinna. Kristleifur Andrésson, talsmaður fyrirtækisins, segir að flestir starfsmenn hafi undirgengist heilsufarsskoðun og fljótlega verði upplýsingarnar sendar Vinnueftirlinu.  Þetta kom fram í fréttum Rúv. Um sjötíu til áttatíu manns eru við störf hjá verksmiðjunni.

Ljósbogaofn kísilverksmiðjunnar var ræstur að nýju í gærkvöldi eftir viðgerð á hráefnisfæribandi, en töluvert hefur verið um vandræði eftir að uppkeyrsla ofnsins hófst á ný, eftir um mánaðar stopp, síðastliðinn sunnudag. Talsmaður verksmiðjunnar fullyrðir að ofninn sé núna knúinn það miklu afli að lykt berist ekki frá honum.

Tíu kvartanir bárust Umhverfisstofnun í gærkvöldi vegna lyktarmengunar og eru þá kvartanirnar orðnar yfir 120 frá því ofninn var ræstur að nýju síðastliðið sunnudagskvöld.