Nýjast á Local Suðurnes

Þrír teknir með fölsuð skilríki í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo karlmenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn föstudag eftir að ljóst var að þeir höfðu framvísað fölsuðum skilríkjum. Báðir framvísuðu mennirnir, sem kváðust vera vinir, skilríkjum frá Grikklandi, en þeirra réttmætu vegabréf fundust í farangri þeirra.

Þá var þriðji aðilinn stöðvaður í flugstöðinni einnig á föstudaginn, þar sem grunur vaknaði um að hann væri ekki lögmætur handhafi vegabréfsins sem hann framvísaði.  Sú reyndist einnig raunin og fóru mál allra í hefðbundið ferli.