Nýjast á Local Suðurnes

Ráðuneyti reynir að þvinga Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum í að falla frá skaðabótamáli

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­ið vill ekki leiðrétta halla á al­menn­ings­sam­göng­un­um frá árinu 2012 upp á 114 millj­ón­ir króna nema Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) aft­ur­kalli skaðabóta­mál gegn rík­inu.

SSS höfðaði málið eft­ir að Vega­gerðin aft­ur­kallaði einka­leyfi á áætl­un­ar­leiðinni milli Flug­stöðvar Leifs Ei­ríks­son­ar og höfuðborg­ar­svæðis­ins árið 2013. Dóm­kvadd­ir mats­menn áætla að hagnaður af einka­leyf­inu sé um þrír millj­arðar, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

SSS sagði upp samn­ingi við Vega­gerðina um al­menn­ings­sam­göng­ur á Suður­nesj­um fyr­ir ári. Í samn­ingaviðræðum hef­ur SSS kraf­ist þess að ríkið leiðrétti halla á al­menn­ings­sam­göng­un­um frá árinu 2012 upp á 114 millj­ón­ir króna, tryggi áfram al­menn­ings­sam­göng­ur á svæðinu og leysi dóms­málið. Stjórn SSS seg­ir að ráðuneytið vilji ekki verða við því nema fallið verði frá skaðabóta­mál­inu.