Nýjast á Local Suðurnes

Ráðhús Reykjanesbæjar rýmt vegna sprengjuhótunar

Ráðhús Reykja­nes­bæj­ar var rýmt vegna sprengjuhótunar sem barst í tölvupósti á aðal netfang sveitarfélagsins í morgun.

Sprengju­leit­ar­hund­ur frá sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra var feng­inn til að leita að sprengju í Ráðhús­inu og að sögn lögreglu, í samtali við mbl.is, fannst þar ekk­ert grun­sam­legt. Þá kom einnig fram að lögregla telji hótunina ekki mjög trúanlega, en muni láta rekja tölvupóstinn.