Ráðhús Reykjanesbæjar rýmt vegna sprengjuhótunar

Ráðhús Reykjanesbæjar var rýmt vegna sprengjuhótunar sem barst í tölvupósti á aðal netfang sveitarfélagsins í morgun.
Sprengjuleitarhundur frá sérsveit ríkislögreglustjóra var fenginn til að leita að sprengju í Ráðhúsinu og að sögn lögreglu, í samtali við mbl.is, fannst þar ekkert grunsamlegt. Þá kom einnig fram að lögregla telji hótunina ekki mjög trúanlega, en muni láta rekja tölvupóstinn.