Nýjast á Local Suðurnes

Pöntuðu fund með bæjarstjóra og viðruðu hugmyndir sínar að hjólabrettagarði

Fjórir ungir Reykjanesbæingar komu til fundar við Kjartan Má bæjarstjóra og Hafþór Barða Birgisson íþrótta- og tómstundarfulltrúa í dag til þess að koma á framfæri hugmynd að inni hjólabrettaaðstöðu í Reykjanesbæ.

Að sögn Hafþórs eru hugmyndir drengjanna góðar en sá böggull fylgir þó skammrifi að inni hjólabrettaaðstaða er rúmfrek og erfitt gæti reynst að finna húsnæði í sveitarfélaginu sem passar undir slíkan garð.

Ferð drengjanna á bæjarskrifstofurnar var þó ekki fýluferð því þeir fengu kynnigarferð um bæjarskrifstofurnar í fylgd bæjarstjóra auk þess sem þeir fá að koma að skipulagningu hjólabrettamóts sem haldið verður í sumar á einum af úti hjólabrettagörðum Reykjanesbæjar en slíkir garðar eru meðal annar við 88-húsið og Heiðarskóla.

Það er ekki flókið að koma hugmyndum á framfæri í Reykjanesbæ

Það er ekki flókið að koma hugmyndum á framfæri í Reykjanesbæ

Aldeilis flottir fulltrúar ungu kynslóðarinnar og meðvitaðir um sinn lýðræðisrétt þeir Gísli Róbert Hilmisson, Aron Örn Hákonarson, Tómas Ingi Magnússon og Valur Þór Hákonarson.