Nýjast á Local Suðurnes

Keflavíkurstúlkur bregða á leik með geoSilica

Sprotafyrirtækið geoSilica sem staðsett er á Ásbrú og Knattspyrnudeild Keflavíkur undirrituðu á dögunum tveggja ára samstarfssamning sem kveður á um að geoSilica muni styðja meistaraflokk og 2. flokk kvenna. Með samstarfinu er höfuðáhersla lögð á eflingu knattspyrnu kvenna í Keflavík. geoSilica framleiðir kísilsteinefni unnið úr jarðhitavatni á Hellisheiði en varan kom á markað í janúar 2015 og hefur slegið í gegn.

Að sögn Fidu Abu Libdeh, annars stofnenda fyrirtækisins, eru það forréttindi að fá að taka þátt í uppbyggingu samfélagsins og þá sérstaklega uppbyggingu kvenna á Suðurnesjunum

,,Við erum afar stolt af því að vera fyrsta fyrirtækið sem styrkir sérstaklega kvennaknattspyrnuna í Keflavík og teljum það skyldu okkar fremur en valkost að leggja þeim lið.” Sagði Fida, þegar samningurinn var undirritaður.

Það var kátt á hjalla þegar samningurinn var undirritaður á dögunum

Það var kátt á hjalla þegar samningurinn var undirritaður á dögunum

Stúlkurnar í Keflavíkurliðinu hafa undanfarið brugðið á leik með hinum nýja samstarfsaðila, þær hafa til að mynda haldið úti Snapchati fyrirtækisins og nú er í gangi leikur á Facebook- og Instagramsíðum fyrirtækisins þar sem stúlkurnar eru í aðalhlutverki.

Leikurinn gengur út á það að stúlkurnar leika í myndböndum og ber sú sigur úr bítum sem fær mest af “like”-um. Það er því um að gera að kíkja við á Facebook-síðu fyrirtækisins og líka við það myndband sem ykkur finnst flottast.