Nýjast á Local Suðurnes

Slasaðist í andliti eftir að framhjól á reiðhjóli var losað – Hvetja foreldra til þess að ræða við börn sín

Lögreglan á Suðurnesjum vill benda foreldrum barna hér á Suðurnesjum um að ræða við börn sín um alvarleika og hugsanlega mjög alvarlegar afleiðingar þess þegar börn eru að gera sér það að leika að losa skrúfgang á framhjóli reiðhjóla barna.

Í tilkynningu frá lögreglu, sem finna má hér fyrir neðan segir að allt bendi til þess að reiðhjólaslys sem varð á dögunum hér á Suðurnesjum, þegar framhjól fór undan reiðhjóli átta ára drengs með þeim afleiðningum hann slasaðist í andliti og braut framtönn, hafi verið losað.