Nýjast á Local Suðurnes

Jóhann Friðrik sækist eftir þriðja sæti hjá Framsókn – Vill tafarlausa tvöföldun Reykjanesbrautar

Jóhann Friðrik Friðriksson mun sækjast eftir þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar til Alþingis. Jóhann Friðrik greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni, en þar segist hann meðal annars munu beita sér fyrir tafarlausri tvöföldun Reykjanesbrautar.

Ekki hefur verið ákveðið hvort raðað verður á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi eða hvort kosið verði um röð frambjóðenda, en ákvörðun um það verður tekin á miðvikudag. Flokkurinn hefur tvo þingmenn í kjördæminu, þau Sigurð Inga Jóhannsson og Silju Dögg Gunnarsdóttur.