Nýjast á Local Suðurnes

Spennandi störf á lausu í Grindavík

Grindavíkurbær auglýsir spennandi störf sérfræðinga laus til umsóknar á félagsþjónustu- og fræðslusviði. Um þrjú störf er að ræða: félagsráðgjafi í 50% starfshlutfalli, leikskólaráðgjafi í 50% starfshlutfalli og sálfræðingur í 50% starfshlutfalli. Nánar upplýsingar má finna hér fyrir neðan og enn meiri upplýsingar má finná á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Félagsráðgjafi í 50% starfshlutfalli
Helstu verkefni og ábyrgð félagsráðgjafa taka til almennrar félags- og velferðarþjónustu, auk barnaverndarmála. Félagsráðgjafi veitir einstaklingum og fjölskyldum félagslega ráðgjöf svo sem vegna félagslegra erfiðleika, uppeldis barna og unglinga, veikinda, fötlunar, vímuefnaneyslu og umgengis- og skilnaðarmála, auk þess að sinna vinnslu barnaverndarmála.

Leikskólaráðgjafi í 50% starfshlutfalli
Leikskólaráðgjafi er leikskólastjórum og öðrum starfsmönnum leikskóla til ráðgjafar og stuðnings um fagleg málefni, veitir ráðgjöf vegna foreldrasamstarfs í leikskólum, er ráðgefandi í sérverkefnum, þróunarverkefnum og nýbreytnistarfi og miðlar þekkingu og nýjungum á sviði leikskólafræða. Þá sinnir viðkomandi hlutverki daggæslufulltrúa sveitarfélagsins og annast umsjón með almennum uppeldisnám-skeiðum.


Umsókn ásamt ferilskrá skal berast eigi síðar en 13. ágúst 2015 á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62, 240 Grindavík. Launakjör er samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttafélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um störfin veita Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri (nmj@grindavik.is /420-1100) og Ingibjörg María Guðmundsdóttir, sálfræðingur (ingamaria@grindavik.is /420-1100).