Nýjast á Local Suðurnes

Nýráðinn þjálfari boðar stuðningsmenn á fund

Eysteinn Hauksson, nýráðinn þjálfari Keflvíkinga í knattspyrnu hefur boðað til fundar með stuðningsmönnum liðsins. Á fundinum, sem haldinn verður klukkan 21:10 í kvöld mun þjálfarinn fara yfir stöðu mála, meðal annars  hvernig hann vill sjá seinni hluta mótsins þróast og hvers hann ætlast til af leikmönnum, stuðningsmönnum og öllum þeim sem að félaginu koma.

Keflvíkingar verma neðsta sæti Pepsí-deildarinnar með aðeins þrjú stig.