Nýjast á Local Suðurnes

Eldur í fjölbýlishúsi við Mávabraut

Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í fjölbýlishúsi við Mávabraut laust eftir klukkan níu í kvöld.

Tvennt var flutt á slysadeild þar sem sem mögulega gæti verið um að ræða reykeitrun. Íbúar í íbúðinni voru sofandi þegar slökkviliðið mætti á vettvang en nágrannar gerðu slökkviliðinu viðvart vegna reyks sem lagði frá húsinu.