Nýjast á Local Suðurnes

Árleg vorhreinsun í Reykjanesbæ

Mynd: Skjáskot Facebook/ Íbúar Innri-Njarðvíkur

Árleg vorhreinsun Reykjanesbæjar hefst 14. maí og stendur til 22. maí.

Íbúar eru hvattir til þess að leggja lið við hreinsun á bænum eftir veturinn. Með því að hreinsa rusl, snyrta tré og runna.

Hreinsunardagur í götunni eða hverfinu býður upp á skemmtilega samveru með fjölskyldunni og nágrönnum – þó auðvitað verði að fara eftir samfélagssáttmálanum og virða tveggja metra regluna.

Ef íbúar óska eftir aðstoð við að fjarlægja það sem tilfellur á þessum dögum, þá er hægt að hafa samband við Þjónustumiðstöð í síma 420-3200. Opið er í Þjónustumiðstöð frá 07:00 til 16:00.

Íbúar þurfa sjálfir að koma spilliefnum í endurvinnslustöð sem og timbri, málmum og öðru en lífrænum garðaúrgangi. Ekki verður fjarlægt rusl af byggingarlóðum.

Margir garðaeigendur hafa komið sér upp aðstöðu til moltugerðar og nýtist garðaúrgangur vel hjá þeim.  Þeir sem vilja verða sjálfbærir og umhverfisvænir geta nálgast upplýsingar víða á veraldarvefnum en ágætis grein um moltugerð er að finna á vef náttúrulækningafélags Íslands

Íbúar eru hvattir til að nýta þessa daga til hreinsunar á görðum sínum og snyrta einnig tré og runna sem vaxa við gangstéttar og göngustíga.