Nýjast á Local Suðurnes

Vilja að ríkið komi að 307 störfum fyrir ungt fólk

Vinna við að skapa fleiri störf fyrir námsmenn 18 ára og eldri er í fullum gangi í Reykjanesbæ en sótt hefur verið um 307 störf til Vinnumálastofnunar vegna sumarstarfaátaks fyrir þennan hóp.

Vinnuskólinn sem Reykjanesbær starfrækir á sumrin er ætlaður unglingum upp í 10. bekk þannig að finna þarf úrræði fyrir árganginn sem er þarna á milli.

Sveitarfélagið hefur boðað til íbúafundar í beinu streymi á Facebooksíðu Reykjanesbæjar fimmtudaginn 14. maí kl. 17:30. Þar verður fjallað um aðgerðir Reykjanesbæjar í atvinnumálum í kjölfar COVID heimsfaraldurs. Íbúum verður gefinn kostur á að senda inn spurningar á netfangið reykjanesbaer@reykjanesbaer.is

Dagskrá:

1. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri
– Staðan í atvinnumálum í Reykjanesbæ
2. Sigurgestur Guðlaugsson, verkefnastjóri viðskiptaþróunar
– Kynning á atvinnuátaksverkefni Reykjanesbæjar
3. Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, deildarstjóri Þjónustu og þróunar
– Íbúalýðræði – hugmyndasöfnun í gegnum BetriReykjanesbaer.is
4. Framsögumenn svara spurningum sem berast um atvinnumál

Í kjölfarið á fundinum fer af stað kynning á samráðsvefnum Betri Reykjanesbær.