Nýjast á Local Suðurnes

Íbúafundir um Aðalskipulag – Leita álits og þiggja ábendingar íbúa

Reykjanesbær mun dagana 18. -21. nóvember næstkomandi efna til íbúafunda um endurskoðun Aðalskipulags sveitarfélagsins. Markmið fundanna er að kynna íbúum þær breytingar sem stefnt er að og leita álits og þiggja ábendingar íbúa.

Fundarstaðir og dagsetningar eru sem hér segir:

  • Mánudagur 18. nóvember 2019, kl 19:30-21 – fundarstaður Andrews Theater Ásbrú
  • Þriðjudagur 19. nóvember 2019, kl 19:30-21 – fundarstaður Akurskóla Njarðvík
  • Miðvikudagur 20. nóvember 2019, kl 19:30-21 – fundarstaður Heiðarskóla Keflavík
  • Fimmtudagur 21. nóvember 2019 – kl 19:30-21 – fundarstaður Gamli barnaskólinn Höfnum