Nýjast á Local Suðurnes

ARG með metnaðarfulla dagskrá á Ljósanótt

ARG viðburðir standa fyrir tvennum tónleikum á Ljósanótt í ár, en óhætt er að segja að metnaður ráði ríkjum við val á tónlistarmönnum, en á öðrum tónleikunum leiða saman hesta sína þeir Kristján Kristjánsson, KK og Mugison, en á hinum kemur hin vinsæla hljómsveit Ný Dönsk fram.

Tónleikarnir verða haldnir í Andrews Theater, en Mugison og KK koma fram þann 3. september og Ný Dönsk þann 4. og hefst forsala á tónleikana fimmtudaginn 6. ágúst klukkan 10:00 í Gallerí Keflavík og á tix.is/. Veglegur afsláttur er veittur á báða tónleika í forsölu. Rétt er að taka fram að takmarkaður miðafjöldi verður í boði á tónleikana.