Nýjast á Local Suðurnes

Heimsóttu FS með fíkniefnahunda

Á dögunum mættu tveir öflugir fíkniefnahundar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í fylgd tveggja lögregluþjóna. Þeir fóru um allt skólahúsnæðið í leit að vafasömum efnum en leitin fór fram eftir að kennslu lauk.

Í Facebookfærslu FS, sem lögregla deilir á sínum miðli, segir að heimsóknin hafi gengið vel, ekkert vafasamt fannst og gestirnir fóru glaðir heim.