Nýjast á Local Suðurnes

Um 700 kíló af rusli fargað eftir árlegan strandhreinsidag

Árlegur strandhreinsidagur Bláa hersins og Bandaríska sendiráðisins var haldinn föstudaginn 13. september síðastliðinn. Að venju tóku margir sjálfboðaliðar þátt, en að þessu sinni var tekið til hendinni í Litlu Sandvík.

Hópurinn fékk aðstoð úr óvæntri átt þegar áhöfnin á TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar mætti á svæðið. Dagurinn þótti takast vel í alla staði og alls voru um 700 kíló af rusli send í förgun.