Nýjast á Local Suðurnes

Einn á dag tekinn undir áhrifum fíkniefna við akstur

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Lögreglan á Suðurnesjum hefur að meðaltali stöðvað einn ökumann á dag við akstur undir áhrifum fíkniefna, en það sem af er ári hafa 27 einstaklingar verið stöðvaðir við umrædda iðju. Þá hafa 13 ökumenn verið stöðvaðir við akstur undir áhrifum áfengis það sem af er ári.

Þetta kemur fram í stöðufærslu Lögreglustjórans á Suðurnesjum á Facebook, en færsluna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Þar kemur einnig fram að algengast er að niðurstöður séu jákvæðar á kannabisefni. Þá sér lögreglan sérstaka ástæðu til að taka það fram að kæra vegna fíkniefnamisferlis getur komið í veg fyrir að draumar um starf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar geti orðið að veruleika.