Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla leitar eiganda bílhurðar sem kræktist í flatvagn

Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir að eigandi bílhurðar sem að einhverjum ástæðum festist við flatvagn sem lagður er í Grindavík gefi sig fram hið fyrsta.

Litlar skemmdir eru á flatvagninum en miðað við að hurð ökutækisins, sem ók á hann, er föst á vagninum má leiða líkur að því að skemmdirnar séu öllu meiri þar, segir í tilkynningu lögreglu á Facebook, sem sjá má hér fyrir neðan.

Ef eigandinn sér þetta, þá getur hann nálgast hurðina sína á Lögreglustöðinni við Hringbraut.