Nýjast á Local Suðurnes

F**k the police – Lögreglumaður á Facebookvakt þakkar fyrir góða ábendingu

Lögreglan á Suðurnesjum á það til að skella í ansi skemmtilegar færslur á Facebookinni, ein slík birtist í morgun þegar lögreglumaður á Facebookvakt sá ástæðu til að þakka umhyggjusömum borgara fyrir ábendingu sem barst þeim svartklæddu í einkaskilaboðum.

Færsla lögreglunnar segir allt sem segja þarf og hana er að finna hér fyrir neðan. Og þar fyrir neðan má svo finna lagið sem hinn umhyggjusami borgari benti lögreglumönnum á.