Nýjast á Local Suðurnes

Alvarlegt vinnuslys á Keflavíkurflugvelli

Alvarlegt vinnuslys varð á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis og var einn fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans rétt fyrir klukkan fjögur. Maðurinn sem slasaðist var að vinna í vinnulyftu við nýbyggingu á flugvellinum þegar hann klemmdist í lyftunni.

Á vef Rúv kemur fram að lögreglan á Suðurnesjum fari með rannsókn málsins.