Nýjast á Local Suðurnes

Lækka hámarkshraða vegna framkvæmda

Stefnt er á fram­kvæmd­ir við Reykja­nes­braut á morg­un milli 6-19 á kafl­an­um á milli Voga á Vatns­leysu­strönd og Vatns­leysu­strand­ar­veg­ar. Bú­ast má við töf­um á meðan fram­kvæmd­um stend­ur.

Áætlaðar fram­kvæmd­ir eru fræs­un og mal­bik­un á hægri öxl Reykja­nes­braut­ar­inn­ar til aust­urs, sam­síða ak­rein verður lokað og há­marks­hraði lækkaður hjá fram­kvæmda­svæði, þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni.