Nýjast á Local Suðurnes

Óska eftir fólki sem getur veitt börnum móttöku í bráðatilvikum

Barnavernd Suðurnesjabæjar í samstarfi við barnavernd Reykjanesbæjar auglýsir eftir umsóknum frá fjölskyldum og/eða einstaklingum sem eru tilbúin til að veita börnum móttöku á einkaheimilum.

Barnaverndarnefndir skulu hafa tiltæki úrræði til að veita börnum móttöku í bráðatilvikum, til að tryggja öryggi þeirra, greina vanda eða til könnunar á aðstæðum þeirra sbr. 84. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Neyðarheimili tekur á móti barni/börnum með stuttum fyrirvara til skemmri tíma, í allt að þrjá mánuði. Leitað er eftir fólki sem hefur áhuga á velferð barna og er tilbúið að taka á móti þeim með stuttum fyrirvara og mæta breytilegum þörfum þeirra. Mikilvægt er að skapa þeim öruggar aðstæður með hlýju og nærgætni.  Barnaverndarstofa veitir leyfi að undangenginni úttekt á heimilishögum af hálfu barnaverndarnefndar.

Um er að ræða gefandi starf þar sem fjölskyldur fá tækifæri til að hlúa að börnum sem hafa upplifað erfiðar aðstæður. Reynsla og þekking af börnum er æskileg. Aldurstakmark er 25 ára.

Áhugasamir hafi samband við Maríu Rós Skúladóttur, deildstjóra félagsþjónustu Suðurnesjabæjar, mariaros@sudurnesjabaer.is, sími 425-3000 eða Maríu Gunnarsdóttur, forstöðumann barnaverndar Reykjanesbæjar maria.gunndarsdottir@reykjanesbaer.is, sími 421-6700.