Nýjast á Local Suðurnes

Elías Már skoraði í sigri U21 landsliðsins

Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson, leikmaður IFK Gautaborg, skoraði annað mark íslenska U21 landsliðsins í knattspyrnu gegn Skotum í kvöld. Liðið er þar með komið skrefinu nær sæti í lokakeppni EM á næsta ári, en liðið leikur gegn Úkraínu á þriðjudaginn og með sigri í þeim leik tryggja íslensku strákarnir sér sæti í lokakeppninni.

Markið skoraði Elías Már eftir laglegt samspil við Kristján Flóka Finnbogason. Elías Már, sem var einn besti maður leiksins, hefur verið í fanta formi með Gautaborgarliðinu að undanförnu.