Nýjast á Local Suðurnes

Ekki enn samið við flugvallarstarfsmenn – Aðgerðir gætu haft mikil áhrif á starfsemi KEF

Ekki hefur enn samist um kjör starfsmanna Félags flugvallarstarfsmanna (FFR) , en samningar hafa verið lausir síðan í október á síðasta ári. Líklegt er að gripið verði til aðgerða á næsu dögum sem gætu haft áhrif á starfsemi á flugvellinum.

Samkvæmt heimildum Suðurnes.net var samþykkt að grípa til aðgerða á fundi FFR í kvöld, en samkvæmt þeim heimildum yrði yfirvinnustopp á meðal þeirra aðgerða sem gripið yrði til í upphafi. Slíkt stopp myndi hafa mikil áhrif á starfsemi vallarins, því á meðal þeirra sem eru félagsmenn í FFR eru flugvallarstarfsmenn, starfsfólk flugþjónustu s.s. slökkvilið og björgunarfólk ásamt starfsfólki sem sinnir snjóruðningi og halkuvörnum. Þá eru flugöryggisverðir, iðnaðarmenn og skrifstofufólk félagar í FFR sem og starfsfólk sem sinnir farþegaflutningum innan vallarsvæðisins.