Rýmingar í Grindavík – Þetta eru fjöldahjálparstöðvar

Rauði krossinn hefur opnað fjórar fjöldahjálparstöðvar eftir að rýma þurfti Grindavík.
Fjöldahjálparstöðvarnar eru í íþróttahúsinu í Grindavík, Vallarskóla á Selfossi, íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og í Kórnum í Kópavogi. Íbúar í Grindavík sem fara ekki í fjöldahjálparstöðvar eru beðnir um að tilkynna sig í síma 1717.