Nýjast á Local Suðurnes

Kærumál orsaka tafir á framkvæmdum í Leirdal – Krakkar stungu sig á sprautunálum

Svæðið við Leirdal helst óbreytt á meðan málið er í ferli

Kærur vegna skipulagsmála hafa tafið byggingu á húsnæði við Leirdal í Innri-Njarðvíkurhverfi Reykjanesbæjar þar sem sex ungir drengir fundu og stungu sig á blóðugum sprautunálum í byrjun september.

Eigandi bygginganna óskaði eftir því að fá að breyta þeim úr einbýlishúsum í tvíbýlishús og hafði Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar samþykkt þá beiðni. Íbúar við nærliggjandi götur sættu sig ekki við þá ákvörðun og kærðu hana til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Úrskurðarnefndin hefur nú vísað kæru íbúanna frá þar sem ekki var um lokaákvörðun að ræða. Eigendur bygginganna hafa samþykkt að setja þetta í deiliskipulagsferli með húsunum Leirdal 7-27. Gera má ráð fyrir að breytingar á deiliskipulagi geti tekið nokkra mánuði og verður ástand bygginganna óbreytt á meðan á breytingunum stendur.

Eigandi byggingana hefur birgt fyrir glugga og dyraop húsnæðisins en sá umbúnaður hefur ítrekað verið brotinn frá.