Nýjast á Local Suðurnes

Leggja 30 auka milljónir í vatnsrennibraut

Sviðsstjóri umhverfissviðs og deildarstjóri eignaumsýslu mættu á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á dögunum og fóru yfir stöðu á breytingum við sundmiðstöðina í Keflavík. Ýmislegt óvænt hefur komið upp við framkvæmdirnar sem ekki var gert ráð fyrir í upphafi og óskuðu þeir eftir 30 milljónum króna til að klára verkefnið.

Á meðal þess sem lagfæra þarf eru hitalagnir á útisvæði og tilfærslur á nýrri vatnsrennibraut vegna öryggismála.

Bæjarráð samþykkti tilfærslu á fjármagni í fjárfestingaáætlun ársins 2020 og heimilar þannig að allt að kr. 30.000.000 verði teknar af fjárfestingum ársins 2020 svo klára megi verkið.