Nýjast á Local Suðurnes

Valt niður brattan hlíðarkant og stöðvaðist í hraunbolla

Bílvelta varð á Suðurstrandarvegi austan við Grindavík í gærdag. Ökumaður hafði misst bifreiðina út í kant með fyrrgreindum afleiðingum. Fór hún niður brattan hlíðarkant eina 50 metra út í hraunið og stöðvaðist í hraunbolla.

Ökumaður kenndi verkja eftir atvikið en farþegi sem var með honum í bifreiðinni slapp ómeiddur. Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og var dráttarbifreið fengin til að fjarlægja bifreiðina.