Nýjast á Local Suðurnes

Íbúðalánasjóður samþykkir uppbyggingu á 9 Leiguheimilum á Suðurnesjum

Íbúðalána­sjóður hef­ur samþykkt upp­bygg­ingu á 385 nýj­um Leigu­heim­il­um sem munu rísa í ell­efu sveit­ar­fé­lög­um í fyrsta áfanga. Af þessum 385 Leiguheimilum munu 9 rísa í tveimur sveitarfélögum á Suðurnesjum, í Reykjanesbæ og Sandgerði.

Leigu­heim­il­in, sem byggja á ný­legu laga­frum­varpi fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, verða lang­tíma val­kost­ur fyr­ir al­menn­ing á leigu­markaði þar sem leigu­greiðslur verða lægri en á al­menn­um markaði. Til að sækja um slík­ar íbúðir mega mánaðarleg­ar tekj­ur heim­il­is­ins ekki vera yfir ákveðnum mörk­um. Tekju­mörk­in fyr­ir ein­stak­ling með tvö börn eru núna 593.583 krón­ur, fyr­ir hjón eða sam­búðarfólk með tvö börn 751.917 krón­ur og fyr­ir hjón eða sam­búðarfólk með fjög­ur börn 949.750 krón­ur. Ný tekju­mörk verða gef­in út ár­lega.

Lögð er sér­stök áhersla á að byggja upp nýj­ar íbúðir og færa inn í Leigu­heim­ilis­kerfið. Úthlut­un­ar­nefnd­in hef­ur mótað ákveðnar meg­in­lín­ur varðandi stærðir íbúðanna miðað við her­bergja­fjölda.

Íbúðirn­ar skipt­ast í ein­stak­lings­í­búðir, tveggja her­bergja, þriggja her­berga, fjög­urra her­bergja og 5 her­bergja. Há­marks­stærð ein­stak­lings­í­búðanna er 50 fer­metr­ar, 60 fer­metr­ar fyr­ir tveggja her­bergja, 80 fer­metr­ar fyr­ir þriggja her­bergja, 95 fer­metr­ar fyr­ir fjög­urra her­bergja og 110 fer­metr­ar fyr­ir fimm her­bergja íbúðir.