Nýjast á Local Suðurnes

Just Wingin’ It opnar í Reykjanesbæ

Kjúklingastaðurinn Just Wingin’ It mun opna við Fitjar í Reykjanesbæ á næstunni, í húsnæði sem áður hýsti veitingastaðina Smass og Stél.

Veitingastaðirnir Smass og Stél hafa verið seldir og þeim í kjölfarið lokað. Á öðrum stöðum sem þessir staðir hafa verið reknir verða opnaðir hamborgarastaðirnir 2Guys og svo fyrrnefndur Just Wingin’ It.