Nýjast á Local Suðurnes

Valdimar kláraði maraþonið með stæl – Stefnan sett á Esjuna

Valdimar ásamt lækna Tómasi og Birnu einkaþjálfara - Mynd: Facebook/Mín áskorun

Söngvarinn góðkunni Valdimar Guðmundsson náði takmarki sínu og kláraði 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu, sem fram fór um helgina. Valdimar kláraði hlaupið þrátt fyrir að hafa meiðst í baki nokkrum dögum áður en það fór fram.

Tómas Guðbjartsson, betur þekktur sem lækna Tómas, og Birna, einkaþjálfari Valdimars fylgdu honum eftir í hlaupinu og segist Tómas vera stoltur af árangrinum í færslu á Fésbókarsíðunni “Mín áskorun” – Þar kemur einnig fram að nú taki næstu áskoranir við, sem eru fjölmargar, en þeir félagar stefna meðal annars á að klára Esjuna og fleiri fjöll.

Færsla Tómasar í heild sinni