Nýjast á Local Suðurnes

B-52 Stratofortress hafði viðkomu á Keflavíkurflugvelli – Myndir!

B-52 Stratofortress flugvél bandaríska flughersins hafði viðkomu hér á landi í tilefni af afhjúpun minnisvarða um það að 75 ár eru liðin frá því að bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-24D Liberator fórst á Fagradalsfjalli á Reykjanesi þann 3. maí árið 1943.

Véin flaug meðal annars lágflug yfir svæðið við Grindavíkurveg þar sem minnisvarðinn var afhjúpaður.

Meðfylgjandi myndir af vélinni á Keflavíkurflugvelli tók Sigurður Björgvin Magnússon.