Nýjast á Local Suðurnes

Ölvaður á Þjóðbraut með barnunga dóttur á ferðinni

Ökumaður bifreiðar sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á Þjóðbraut í gær játaði að hafa neytt áfengis áður en að hann hóf akstur. Hann var með barnunga dóttur sína í bifreiðinni. Hann var færður á lögreglustöð og barnaverndaryfirvöldum gert viðvart um málið.

Þá voru sex ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í vikunni og ók einn þeirra sviptur ökuréttindum. Fimm ökumenn voru sektaðir fyrir að aka á negldum hjólbörðum og loks voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar.