Nýjast á Local Suðurnes

Segja upp og endurnýja ekki leigusamninga sem eru við það að renna út

Til stendur að setja töluverðan fjölda eigna leigufélagsins Heimstaden á sölu, þar á meðal eigir á Suðurnesjum, flestar á Ásbrú.

Þannig hafa leigjendur hjá félaginu fengið uppsögn á leigu með 12 mánaða upp­sagnar­fresti, auk þess sem sudurnes.net hefur heimildir fyrir því að aðrir fái leigusamninga sem eru við það að renna út ekki endurnýjaða, en eignirnar fara á sölu að þeim tíma liðnum.

Framkvæmdastjóri félagsins segir nokkra leigjendur hafa lýst yfir áhuga á að kaupa þær íbúðir sem þeir leigja nú auk þess sem fyrirtækið hafi hug á að selja eignir til fyrirtækja sem muni leigja þær áfram.

“Við byrjuðum á að segja upp leigu­samningum fyrir stakar eignir á­samt einu heilu húsi. Flestar þessar eignir eru fjár­magnaðar á ó­verð­tryggðum vöxtum sem fóru yfir 11% eftir síðustu stýri­vaxta­hækkun, en eignirnar gefa undir 4% arð­semi frá rekstrinum,“ segir Egill í sam­tali við Við­skipta­blaðið, sem fjallar ítarlega um málið í dag.