Nýjast á Local Suðurnes

Kostar milljarð að breyta dráttarbraut í listasafn

Mat á endurbyggingu dráttarbrautarhússins í Grof var lagt fram á fundi menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar sem fram fór í morgun, en í skoðun var að tengja húsið Duushúsum og þeirri starfsemi sem þar er.

Ráðið leggur til að fallið verði frá öllum hugmyndum um endurbyggingu hússins vegna gríðarlegs kostnaðar og að leitað verði annarra lausna í húsnæðismálum safnsins.

Kostnaðaráætlun ráðgjafa Reykjanesbæjar gerir ráð fyrir að kostnaður við endurbyggingu sé tæplega einn milljarður króna. Í skýrslu ráðgjafanna kemur fram að endurnýja þurfi nánast allt í húsinu. Í skýrslunni kemur einnig fram að kostnaður við að rífa húsið, sem er um 1500 fermetrar að flatarmáli, sé á bilinu 50-60 milljónir króna.