Nýjast á Local Suðurnes

Fjölbreytt dagskrá Heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ og Grindavík

Heilsu- og forvarnarvika hefst í dag og hafa fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir sett saman metnaðarfulla dagskrá fyrir bæjarbúa Reykjanesbæjar. Í dagskránni kennir ýmissa grasa, t.d. er ókeypis í fjölmarga tíma í Sporthúsinu og Lífsstíl.

Stofnanir Reykjanesbæjar taka virkan þátt með einum og öðrum hætti, meðal annars með því að hvetja starfsfólk og nemendur til að huga að heilsunni. Bæjarbúum stendur til boða að láta heilsufarsmæla sig, þeir geta sótt áhugaverða fyrirlestra og margt annað skemmtilegt verður í boði.

Dagskrá heilsu- og forvarnarvikunnar má nálgast hér fyrir neðan og á Fésbókarsíðu Íþrótta-, tómstunda og forvarna í Reykjanesbæ.

Heildardagskrá má nálgast hér. – 387KB

Í Grindavík hafa undirtektir fyrirtækja, einstaklinga og stofnanna einnig verið frábærar og dagskráin er fjölbreytt fyrir alla aldurshópa, allt frá gönguferðum, opnum æfingum, fyrirlestrum og kynningum upp í heilsufarsmælingar og ýmsa skemmtilega viðburði.

Við hvetjum Grindvíkinga til þess að kynna sér dagskrána og taka þátt í auglýstum viðburðum. Dagskrána verður einnig hægt að nálgast á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

  Dagskrá: Heilsu- og forvarnarvika 3.-9. okt. 2016