Nýjast á Local Suðurnes

Viðsjárverðar aðstæður við leit að manni í Grindavík

Aðstæðar á vettvangi í Grindavík þar sem manns sem talið er að hafi fallið ofan í sprungu eru viðsjárverðar, að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum, í samtali við Vísi.is. Leitar- og björgunaraðgerðir munu standa yfir þar til maðurinn finnst.

Tugir björgunarsveitarfólks, ásamt slökkviliði, lögreglu og sérsveit leita mannsins. Viðbragðsaðilar notast við krana, körfubíla slökkviliðs, dróna og leitarhunda. Þá hefur komið fram í fréttum að verkfæri mannsins hafi fundist í eða við sprunguna þar sem aðgerðir fara fram.

Mynd: Landsbjörg