Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már valinn bakvörður ársins

Mynd: Heimasíða Barry háskóla

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson lék frábærlega með Borås Basket í Svíþjóð á tímabilinu sem flautað var af vegna kórónuveirunnar. Liðið var á toppi deildarinnar þegar keppni var hætt.

Elvar var bæði stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður liðsins og var með hæsta framlag allra leikmanna þess. Þá var Elvar stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar.

Í 33 deildarleikjum var Elvar með 16,7 stig, 2,9 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali.