Elvar Már bestur í Litháen

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson hefur verið valinn besti leikmaður tímabilsins í litháísku úrvalsdeildinni í körfuknattleik, þar sem hann leikur með Siauliai. Liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með því að lenda í 7. sæti deildarinnar.
Elvar Már skoraði 15,6 stig og gaf 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildinni, sem skilaði honum 19,9 framlagsstigum að meðaltali.