Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már bestur í Litháen

Mynd: Heimasíða Barry háskóla

Njarðvíkingurinn Elv­ar Már Friðriks­son hef­ur verið val­inn besti leikmaður tíma­bils­ins í lit­háísku úr­vals­deild­inni í körfuknatt­leik, þar sem hann leik­ur með Siauliai. Liðið tryggði sér sæti í úr­slita­keppn­inni með því að lenda í 7. sæti deild­ar­inn­ar.

Elvar Már skoraði 15,6 stig og gaf 7,7 stoðsend­ing­ar að meðaltali í leik í deild­inni, sem skilaði hon­um 19,9 fram­lags­stig­um að meðaltali.