Boðið upp á hestamennsku sem valfag í grunnskóla
Hestamannafélagið Brimfaxi býður upp á hestamennsku sem valfag í Grunnskóla Grindavíkur nú í haust og næsta vetur. Skólavalið eru liður í samning Brimfaxa og Grindavíkurbæjar sem undirritaður var í október 2015. Þetta kemur fram á vef Grindavik.net.
Arctic Horses sem hefur verið með sumarámskeiðin í samstarfi við Brimfaxa verður með skólahópinn og fyrsti tíminn hjá krökkunum var í gær.