Nýjast á Local Suðurnes

Fullur flugfarþegi með hótanir og dónaskap fékk tiltal frá lögreglu

Lögreglunni á Suðurnesjum var í gær tilkynnt um ölvaðan farþega um borð í flugvél sem var að koma frá Baltimore. Hafði maðurinn neytt áfengis úr flösku sem hann var með í fluginu en það er stranglega bannað samkvæmt reglum flugfélaga.

Þá hafði hann verið með leiðindi um borð, bæði verið dónalegur við flugáhöfnina og hótað farþega sem sat fyrir framan hann.  Lögregla færði hann á varðstofu þar sem rætt var við hann. Róaðist hann þá, kvaðst sjá eftir hegðun sinni og bað afsökunar á henni. Við svo búið var hann frjáls ferða sinna.