Nýjast á Local Suðurnes

Reyndi að smygla umferðarskilti úr landi

Erlendur ferðamaður sem var að fara í gegnum vopnaleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni reyndist vera með íslenskt umferðarskilti í fórum sínum. Um var að ræða skilti sem gaf til kynna að bifreiðastöður væru bannaðar.

Í samtali við lögreglumann úr flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum kvaðst ferðalangurinn hafa keypt skiltið af farandsala í vegkanti milli Hafnar í Hornafirði og Víkur í Mýrdal og greitt fyrir það 3.000 krónur. Sá fyrrnefndi afsalaði sér skiltinu sem fer til áhaldahúss Reykjanesbæjar.