Nýjast á Local Suðurnes

Auka heild­ar­fram­leiðslu á bleikju um 25% á ári með stækkun í Grindavík

Eldisfyrirtækið Íslands­bleikja opnaði nýja stækk­un við eld­is­stöð sína að Stað í Grinda­vík um síðustu helgi. Um er að ræða átta ný eldisker sem eru sex­tán þúsund rúm­metr­ar að stærð og bæt­ast við nú­ver­andi 28 þúsund rúm­metra sem þegar eru á svæðinu.

Íslands­bleikja er stærsti bleikju fram­leiðandi í heimi og fram­leiðir tæp 3000 tonn af bleikju ár­lega. Með þess­ari nýju eld­is ein­ingu er áætlað að auka heild­ar­fram­leiðslu á bleikju um 25% á ári þegar öll ker­in verða kom­in í fulla fram­leiðslu. Hjá fé­lag­inu starfa um sjö­tíu manns í fimm eld­is­stöðvum á Suður­landi, Reykja­nesi og Öxnafirði en í Grinda­vík er fer einnig fram slátrun og full­vinnsla fyr­ir afurðir fé­lags­ins.