Nýjast á Local Suðurnes

Sara fékk rúmar átta milljónir króna í verðlaun

SuðurnesjaCrossFit sjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir sem fór létt með að sigra á Dubai CrossFit Championship sem lauk um helgina fékk rúmar átta milljónir króna í verðlaun. Sara tryggði sér einnig þátttökurétt á næstu Heimsleikum í íþróttinni.

Sara fékk 50 þúsund dollara í sinn hlut fyrir sigur í einstaklingskeppninni eða rúmar sex milljónir íslenskra króna. Þá eru peningaverðlaun veitt fyrir efstu sætin í hverri grein og þar kom sér vel fyrir Söru að hafa haft töluverða yfirburði því árangurinn þar gaf um tvær miljónir króna.