Nýjast á Local Suðurnes

Oft­ast strikað yfir nafn Ásmundar

Oft­ast var strikað yfir nafn Ásmund­ar Friðriks­son­ar sem skipaði annað sæti á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suðurkjördæmi í kosningunum sem fram fóru á laugardag. Ásmundur hlaut einnig þennan vafasama heiður síðast þegar kosið var til Alþingis, en þá var strikað yfir nafn hans 168 sinn­um, sem nam um tveim­ur pró­sent­um af at­kvæðatölu list­ans.

Tæp­lega átta pró­sent kjós­enda Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi strikuðu yfir nafn eða nöfn á lista flokks­ins, en eng­ar til­færsl­ur verða þó á upp­röðun fram­bjóðend­anna á list­un­um þar sem útstrik­an­ir hafi ekki verið nógu marg­ar til að fella fram­bjóðend­ur niður um sæti.

Lands­kjör­stjórn fundaði í dag til að fara yfir hvernig kosn­ing­arn­ar gengu fyr­ir sig. Krist­ín­ Edwald, for­maður stjórn­ar­inn­ar segir í samtali við mbl.is að staðfestar niður­stöður henn­ar varðandi út­strik­an­ir verði birt­ar eft­ir viku.