Nýjast á Local Suðurnes

Ferskur FöstudagsÁrni tekur ofan fyrir Oddnýju

Vegna anna í kosningabaráttunni náði ég ekki að kasta fram föstudagspistli í síðustu viku og því blanda ég saman uppgjöri tveggja vikna í þessum pistli.

Já, kosningarnar eru að baki og vonandi er blóðþrýstingurinn að jafna sig hjá þjóðinni, eða ég hélt það allavega. Kjararáð náði að kasta inn bombu sem jók sölu blóðþrýstingslyfja svo um munar. Auðvitað er þetta svakalegt stökk svona á einu bretti en ég styð þessi launakjör þingmanna. Talandi um ksoningar þá voru þær að mörgu leyti ótrúlegar. Skoðanakannanir síðustu daga stóðust ekki líkt og hefur verið áður. Eina könnunin sem var næst úrslitum var sala á kleinuhringjum merktum stjórnmálaflokkum – vitum hvernig við mælum fylgið næst. Kosningavaka Samfylkingarinnar breyttist á augabragði í erfidrykkju. Oddný Harðardóttir braut þó blað í íslenskri stjórnmálasögu sem formaður og axlaði ábyrgð á gengi flokksins. Þetta er nýlunda og ég tek ofan fyrir Oddnýju.

arni arna keflavikurn

Heill flugfarmur af fjölmiðlafólki og búnaði var lentur á klakanum til að fylgjast með pírötum og umheimurinn beið spenntur að sjá hvort Ísland yrði virkilega fyrsta landið í heimi til að kjósa yfir sig pírata. Fýluferð hjá þessum fjölmiðlum enda úrslitin vægast sagt vonbrigði. Píratar voru að mælast með 40% fylgi ekki fyrir löngu en það skilaði sér ekki. Enda var hegðun Birgittu í kosningarsjónvarpinu daginn fyrir kjördag með þeim hætti að stórum hluta þjóðarinnar ofbauð.

Pawel, nýr þingmaður Viðreisnar grét bara yfir þessu öllu saman. Ég velti fyrir mér hvort hann sé eitthvað skyldur Bessastaðabóndanum Guðna Theresu sem grét á dögunum yfir kökubakstri. Guðni gaf sér nú tíma í vikunni til að dúlla sér við gagnasöfnun í Þjóðarbókhlöðunni. Það ervíst svo rólegt á Bessastöðum að hann er að dunda sér við bókaskrif. Það má þá í raun segja að Guðni sé á hæstu listamannalaunum sem greidd eru í landinu.

Talandi um forsetann, ég var á hlaupum í Smáralindinni og sé þar í fjaska konu sem ég taldi vera frá austur evrópu og hugsaði með mér, æi þessi vinnur í Húsasmiðjunni og mætir bara í rauðu flíspeysunni í Smáralindina. Jæja fólk þarf nú oft að koma við í búðum á leið heim úr vinnu. Þegar ég kem nær rek ég upp stór augu, var þetta ekki bara forsetafrúin okkar ógreidd í flísinu.

Skotglöðu dátarnir, karlaklúbbur sem Smár McCarty, verðandi þingmaður og forsætisráðherraefni pírata og vinir hans standa að, héldu víst ársfund á Siglufirði á dögunum. Smári sem er mikill byssukall og félagar fengu sér heldur mikið í glas og voru farnir að veifa byssunum framan í starfsfólkið á hótelinu. Mér skilst að þeir hafi allir verið í hvítum skítugum hlýrabolum með amerískan bud bjór í hendi.

Ég er svo glaður með stóraukið þjónustustig góða hirðisins. Fyrir skemmstu fjallaði ég um sjúskuðu gervi píkuna sem prýddi hillurnar þar á bæ og vakti verðskuldaða athygli.Núna er hægt að fara í góða hirðirinn og ganga út með nýjar tennur. Notaðar að vísu, en hey það er mikill kostnaður í að fá sér falskar og því gott að geta hoppað inn gripið tvo góma. Bruna heim og skella þeim eina umferð í gegnum uppþvottavélina og þá eru þeir klárir.

Borgarstjórinn – sko grínþátturinn á Stöð 2 er mikil vonbrigði. Hef ekki ennþá getað flissað og það eru þrír þættir búnir. Þessi sería virðist ætla að nauðlenda með látum líkt og borgarstjóraferill Jóns Gnarrs á sínum tíma.

Ég er svo glaður að við sendum fitubollu í fegurðarsamkeppni erlendis.Löngu tímabært að ráðast gegn staðarímyndum samfélagsins um horrenglur. Þessi glæsilega stúlka lét ekki vaða yfir sig, ég er stoltur af henni. En að sjálfsögðu náði einhver að snúa út úr frásögn hennar og saka hana um fitufordóma. Hvernig er það hægt miðað við að hún vakti heimsathygli fyrir að vera með bein í nefinu og standa og falla með eigin útliti. Arna Ýr er snillingur að mínu mati.

Rétt í lokin vil ég vekja athygli á því að ég verð í opinberri heimsókn í Árborg um helgina og vona að Selfyssingar dragi þjóðfánann að húni og taki vel á móti mér.

Góða helgi