Nýjast á Local Suðurnes

Fjölmargir í flottum búningum á þrettándanum

Það var mikið um dýrðir í Grindavík á þrettándanum, en á hverju ári halda Grindvíkingar meðal annars búningakeppni og er þátttaka jafnan afar góð. Á því varð engin breyting í ár þegar fjölmargir Grindvíkingar mættu til keppni í flottum búningum í Kvikuna.

Það er ljóst að Grindvíkingar eru með hugmyndaflugið í lagi þegar kemur að búningahönnun, en fleiri myndir af Grindvíkingum í flottum búningum má finna á Fésbókarsíðu Grindavíkurbæjar.